Photo 5.7.2022, 17 15 54.jpg

dusty road

lyrics by elín ey

Það gerist einhvern veginn þegar maður er einmitt innblásinn yfir höfuð, eins og það sé einhver beinn þráður úr annari vídd og eitthvað bara kemur til manns og maður veit ekkert hvaðan, textinn og tilfinningin og upplifanir blandast svo saman við það og það verður eitthvað til. Mjög gaman þegar að það gerist. Svo gerðust töfrarnir þegar Gaukur mætti á svæðið, spilaði fyrir hann viðlagið og beinagrindin að versinu kom samstundis frá honum, svo sátum við aðeins yfir þessu og enduðum einhver staðar í hækkun og allt annari tóntegund í lokin. Án efa eitthvað mest gefandi co-write sem ég hef upplifað. Gaukur er auðvitað bestur. Textinn, hann er  smá þungur og sorglegur en á sama tíma er heilmikil von í þessu öllu saman. Eins og lífinu bara.